Starfshópur um uppbyggingu sundlaugamannvirkja á Selfossi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 dögum síðan.
Bæjarráð nr. 11
22. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Skipan í starfshóp og drög að erindisbréfi um nýjan starfshóp um uppbyggingu sundlaugamannvirkja á Selfossi.
Svar

Bæjarráð samþykkir samhljóða að skipað verði í nýjan starfshóp um uppbyggingu sundlaugamannvirkja á Selfossi. Hópinn skipa Bragi Bjarnason D-lista, Olga Bjarnadóttir D-lista og Arnar Freyr Ólafsson B-lista. Með hópnum starfa sérfræðingar af mannvirkja- og umhverfissviði ásamt sérfræðingum af fjölskyldusviði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að klára erindisbréf fyrir hópinn í samræmi við umræður á bæjarráðsfundi.