Ályktun um uppbyggingu á Eyrarbakka - Verndarsvæði í byggð (gönguleiðir og aðkoma hópferðabíla)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 7
14. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Axel Sigurðsson óskar eftir að leggja fram eftirfarandi ályktun fyrir skipulags- og byggingarnefnd: "Ályktun um uppbyggingu á Eyrarbakka" „Leggja þarf aukna áherslu á uppbyggingu á verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka, með því að tryggja góð aðgengismál um verndarsvæðin. Verndarsvæðið að Eyrarbakka, byggt á lögum nr 87.2015 er ætlað að stuðla að verndun sögulegrar byggðar. Innan verndarsvæðisins á Eyrarbakka er að finna eina heillegustu, samfelldu byggð alþýðuhúsa frá því um og eftir áramótin 1900 sem hefur varðveist á Íslandi. Þar af leiðandi er eftirfarandi áskorun lögð fram til að byggja upp sterkari miðbæ á Eyrarbakka með því að: - Leggja og klára gangstéttamál á Verndarsvæði 1 með gangstéttum í viðunandi breidd. - Tryggja byggðasafninu Húsið merkt rútustæði með góðri aðkomu fyrir hópferðabíla“
Markmiðið með þessu er að miðbær byggist betur upp á Eyrarbakka með bættri aðkomu fyrir hópferðabíla og göngumenning myndist
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkominni ályktun Axels sem er góð viðbót við "Verndarsvæði í Byggð".
Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að Verndarsvæði í byggð öðlist gildi og í framhaldi verði fylgt eftir hugmyndavinnu fyrir hin ýmsu svæði.