Larsenstræti 2. - Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 5
31. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Larsen hönnun og ráðgjöf, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Merkilandstúns (Larsenstræti). Um er að ræða lóðina Larsenstræti 2, sem er skilgreind verslunar- þjónustu og athafnalóð. Breytingin felur í sér að byggingarreitur er stækkaður til norðurs, auk útskots á hluta byggingarreits að vestanverðu. Aðrir eldri skilmálar deiliskipulags breytast ekki.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir fullnægjandi gögnum.
Skipulagsfulltrúa er falið að hafa samband við umsækjanda.