Larsenstræti 2. - Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 4
7. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af 6. fundi skipulags- og bygginarnefndar, frá 6. september, liður 1. Larsenstræti 2. - Óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 31.8.2022: "Larsen hönnun og ráðgjöf, lagði fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Merkilandstúns (Larsenstræti). Um er að ræða lóðina Larsenstræti 2, sem er skilgreind verslunar- þjónustu og athafnalóð. Breytingin felur í sér að gert er útskot á hluti byggingarreits að vestanverðu, til að koma fyrir inntaksrými væntanlegs húss. Aðrir eldri skilmálar deiliskipulags breytast ekki. Skipulags- og byggingarnefnd frestaði afgreiðslu og óskaði eftir fullnægjandi gögnum. Skipulagsfulltrúa var falið að hafa samband við umsækjanda." Borist hafa ítarlegri gögn frá hönnuðum.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða, enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Langholti 1.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og fól skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulags og byggingarnefnd bendir lóðarhafa á að huga að aðgengi gangandi og hjólandi innan lóðar og góð aðstaða sé fyrir hjólreiðamenn.
Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fela skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Svar


Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.