Efnistaka á Mýrdalssandi - Umhverfismatsskýrsla. Umsögn um mat á umhverfisáhrifum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 7
14. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Sigurður Ásbjörnsson f.h. Skipulagsstofnunar hefur í tölvupósti dags. 11.8.2022 óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Árborg á umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum), frá fyrirtækinu EP Power Minerals, vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Mýrdalssandi. Skýrslan er aðgengileg og til kynningar á heimasíðu Skipulagsstofnunar. Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 26.september 2022. "Fyrirtækið EP Power Minerals, hér eftir nefnt EPPM til styttingar, hyggur á efnistöku á vikri á Mýrdalssandi austan og suðaustan við Hafursey, svokallaðri Háöldu. Vikurinn verður fluttur út til Evrópu, og mögulega N-Ameríku, þar sem hann verður notaður sem íblöndunarefni í framleiðslu á sementi. Vikrinum verður keyrt til Þorlákshafnar þar sem hann er settur um borð í skip sem siglir með hann til sementsframleiðenda, aðallega í Evrópu. Vikrinum er ætlað að koma í stað kolaösku (e. coal fly ash) úr kolaorkuverum sem notuð hefur verið sem íblöndunarefni í sement um áraraðir. Fyrirhugað efnistökusvæði er 15,5 km2 að flatarmáli og benda jarðfræðirannsóknir til þess að auðvinnanlegur vikur innan þess svæðis sé um 146 milljónir m3 . Fyrirhugað er að taka 286 þús m3 af efni fyrsta árið en að fimm árum liðnum verði búið að auka efnistökuna upp í 1,43 milljón m3 (1 milljón tonn) á ári og er stefnt að því að halda þeim afköstum eftir það. Miðað við þær áætlanir ætti vikurlagið á Mýrdalssandi austan og suðaustan Hafurseyjar að duga til efnistöku í rúmlega 100 ár. Um er að ræða efnistöku og haugsetningu sem nemur meira magni en 500.000 m3 og er á svæði sem er stærra en 25 ha. Samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda fellur framkvæmdin því undir flokk A, þ.e. framkvæmd sem ávallt er háð umhverfismati, með vísan í tölulið 2.01 í 1. viðauka laganna."
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar telur varhugavert að bæta áætlaðri umferð þungaflutninga samkvæmt skýrslu Eflu, við viðkæmt vegakerfi Árborgar. Umferð um Austurveg á Selfossi er nú þegar mjög mikil og telur nefndin ekki koma til greina að bæta við umferð þungaflutninga þar í gegn umfram fyrirséða fjölgun á næstu árum. Skoða þyrfti sérstaklega hvort aðrar leiðir innan Árborgar beri áætlaða umferð þungaflutninga til lengri tíma.
Ef áætlanir um efnistöku og útflutning ganga eftir, hlýtur að teljast betri kostur að umferð þungaflutninga fari um nýja brú yfir Ölfusá og nýjan Suðurlandsveg.
Nefndin telur eðlilegt að reynt verði að finna lausn til útskipunar á vikri nærri efnistökusvæði.