Framkvæmdaleyfisumsókn - Lagning ljósleiðara á Eyrarbakka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 4
7. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 2. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. júní, liður 7. Framkvæmdaleyfisumsókn - Lagning ljósleiðara á Eyrarbakka Beiðni Ástu Marteinsdóttur, verkefnastjóra, hjá Ljósleiðaranum ehf, kt. 691206-3780, þar sem óskað var eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara á Eyrarbakka. Einnig var óskað eftir leyfi til að nýta svæðið við Merkisteinsvelli 56 fyrir gám/kaffiaðstöðu, auk lagers fyrir sand og lagnaefni. Lýsing á verkefninu og umfangi þess koma fram á meðfylgjandi skurðaplönum/teikningum, unnar af tæknideild Ljósleiðarans. Áætlaður verktími er frá 1. júlí til 1. desember 2022. Farið hefur fram húsaskoðun á Eyrarbakka þar sem fulltrúar Ljósleiðarans hafa rætt við eigendur eigna og þeim boðið að fá ljósleiðarann tengdan til sín. Viðkomandi aðilar samþykkja þá framkvæmdir á sínum lóðum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áður skal þó finna lager og starfsmannaðstöðu nýjan stað.
Svar

Bæjarráð Árborgar samþykkir samhljóða umsókn Ljósleiðarans ehf. um framkvæmdarleyfi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012