Tillaga frá bæjarfulltrúa Á- lista - inngangur í Ráðhús Árborgar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3
30. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá bæjarfulltrúa Á-lista. Með vísan í grein Sigurjóns Erlingssonar sem birtist í DFS þann 8.júní sl. vildi ég mælast til þess að bæjarráð fæli umhverfs- og mannvirkjasviði að kostnaðargreina þær aðgerðir sem þarf til að verða við þessari góðu tillögu. Og meta hvort hægt verði að gera þetta í sumar. "Þetta hús kaupfélagsins hefur nú um árabil verið ráðhús sveitarfélagsins og hýsir bæjarskrifstofur, Bókasafn Árborgar og héraðsskjalasafnið. Fyrir framan húsið, götumegin er breið stétt. Stéttin er með þremur hálfkringlum svo sem mittishá og milli þeirra eru tvískiptar tröppur. Útlitið á þessum kringlum og tröppum er hörmulegt og þarf ekki að lýsa því frekar þar sem þessi hörmung blasir við öllum.".
--
Svar

Unnið hefur verið að hönnun og breytingum á svæðinu og stefnt er að því að fara í framkvæmdina eins fljótt og unnt er. Framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun þessa árs. Bæjarráð tekur undir augljósa þörf um úrbætur og viðhald og vísar erindinu til mannvirkja- og umhverfissviðs til frekari úrvinnslu við gerð næstu fjárhagsáætlunar.