Skipulagsbreyting á fjölskyldusviði - frístunda- og menningardeild
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1
8. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að í framhaldi af færslu málaflokka af frístunda- og menningardeild að stöðu deildastjóra frístunda- og menningardeildar verði lögð niður frá og með 1.júní 2022. Um leið verði nafni deildarinnar breytt úr frístunda- og menningardeild í frístundaþjónustu.
Svar

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Helga María Pálsdóttir bæjarritari, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista, taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum fulltrúa D- og Á-lista. 4 fulltrúar S- og B-lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.