Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 dögum síðan.
Bæjarráð nr. 1
14. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Ráðningarsamningur Sveitarfélagsins Árborgar við Fjólu St. Kristinsdóttur um starf bæjarstjóra til 31. maí 2024 lagður fram til samþykktar bæjarráðs.
Svar

Bæjarráð samþykkir ráðningasamning við bæjarstjóra með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúi S-lista situr hjá.

Formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar falið að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarstjórn.

Arna Ír Gunnarsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:

Það er skoðun undirritaðrar að það þjóni alls ekki hagsmunum sveitarfélagsins og sérstaklega ekki starfsmanna þess að skipta embætti bæjarstjóra milli tveggja á kjörtímabilinu.
Bæjarstjóri framkvæmir ákvarðanir bæjarstjórnar og hans mikilvægasta hlutverk er að vera yfirmaður allra starfsmanna sveitarfélagsins. Bæjarstjóri leiðir teymi starfsmanna til þess að markmið sveitarfélagsins náist í öllum málaflokkum. Með því að skipta embættinu upp þá er ekki verið að hugsa um hagsmuni starfsmanna og sveitarfélagsins alls, heldur er verið að hugsa um embætti fyrir einstaklinga.
Bæjarstjórastarfið er umfangsmikið og það tekur langan tíma að setja sig inn í það. Það er undarlegt að ekki náist samkomulag um einn bæjarstjóra þegar einn stjórnmálaflokkur situr í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu. Vegna þessa situr undirrituð hjá við afgreiðslu samnings við bæjarstjóra.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista.