Styrkur - til kaupa á verkfærum fyrir Skógræktarfélag Stokkseyrar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 dögum síðan.
Bæjarráð nr. 11
22. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Stokkseyrar, dags. 31. maí, þar sem óskað var eftir styrk til kaupa á verkfærum og plöntum fyrir félagið. Á 1. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að hafa samband við fulltrúa frá Skógræktarfélagi Stokkseyrar.
Tillaga að samstarfi.
Svar

Bæjarráð samþykkir drög að samningi um samstarf við Skógræktarfélag Stokkseyrar á grundvelli minnispunkta frá deildarstjóra Þjónustumiðsstöðvar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að klára samningsdrög í samræmi við samninga við önnur skógræktarfélög í sveitarfélaginu.