Styrkbeiðni - Selfoss Classic - 75 ára afmælismót FRÍ
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 149
19. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Frjálsíþróttadeild UMF. Selfoss, dags. 10. maí, þar sem óskað var eftir stuðningi við mótahald við Selfoss Classic - 75 ára afmælismót FRÍ með framlagi uppá kr. 500.000,- eða greiddri þjónustu eða framlagi af sama andvirði. Í staðinn yrði Árborg sett fram sem stór stuðningsaðili við framkvæmd mótsins á plakötum, heimasíðu og öðrum auglýsingum.
Svar

Bæjarráð samþykkir stuðning við afmælismót FRÍ að upphæð kr. 500.000,- með fjárframlagi.