Bárðabrú - Lokun á innkeyrslu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 94
4. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar, leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar. Vegagerðin hefur óskað eftir því við mannvirkja- og umhverfissvið að vegtenging sem liggur norður suður af Eyrabakkavegi og inn á Túngötu, verði aflögð.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillaga um að afleggja ofangreinda vegtengingu sé til bóta og vísar nefndin erindinu til frekari úrvinnslu samráðshóps um endurskoðun á aðalskipulagi Árborgar 2020-2036.