Sóleyartunga - Fyrirspurn um lóð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 94
4. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lilja Björk Andrésdóttir leggur fram eftirfarandi fyrispurn: Óskað er eftir að það verði kannað hvort möguleiki sé að fá úthlutaðri lóð á Eyrarbakka eða Stokkseyri í (eldri hluta bæjar) fyrir Sóleyjarhús, sem er orðið 101 árs gamalt. Húsið stendur á jörðinni Læk í Holtum (851) og þarf að fara þaðan fyrir lok október 2022. Upphaflega var húsið var flutt frá Sandgerðisbæ september 2002 þá austur í holt og hefur staðið þar síðan, en nú þarf að fjarlægja það vegna sölu á jörðinni Læk. Sóleyjartunga var byggð 1921 og er 102.7 fm að stærð. Húsið er í góðu ásigkomulagi en utanhússklæðning hefur verið breytt en okkur langar að gera það í upprunalegum stíl.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við fyrirspyrjanda.