Björkurstekkur 71 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 1
15. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 4.5.2022: Kjartan Sigurbjartsson Pro-Ark, leggur fram fyrirspurn, um hvort heimild fáist til að hækka nýtingarhlutfall úr 0,45(í gildandi skipulagi), í nýtingarhlutfall 0,50. Breytingin fæli í sér aukningu um ríflega 40m2. Óskað er eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til þeirrar hugmyndar að breyta ofangreindu nýtingarhlutfalli í úr 0,45 í 0,5 á tveggja hæða húsum í öllu hverfinu.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd telur eftir nánari skoðun, ekkert vera til fyristöðu að hækka nýtingarhlutfall úr 0,45 í 0,50 á tveggja hæða húsum í gildandi deiliskipulagi hverfisins. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingu skipulags í samráði við skipulagshönnuð.