Framkvæmdaleyfisumsókn - Suðurhólar stofnlagnir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 148
5. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Eggert Þ. Sveinnson f.h. Selfossveitna og Vatnsveitu Árborgar kt. 630992-2069, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna nýrra stofnlagna vatns- hitaveitu og fjarskipta meðfram Suðurhólum á Selfossi. Um er að ræða DN250 hitaveitulögn, Ø315 vatnslögn ásamt ídráttarrörum fyrir fjarskiptastrengi. Tilgangur með lögnunum er að veita heitu og köldu vatni að nýju hverfi við Austurbyggð II, Dísastaðalandi. Einnig yrði til framtíðar hægt að tengja nýja stofna frá Suðurlandsvegi (1), niður með Gaulverjabæjarvegi (33) og þaðan eftir Suðurhólum, og þannig styrkja dreifikerfi vatns- og hitaveitu á svæðinu. Stefnt er á að framkvæmdir fari fram sumarið 2022, og að þeim verði lokið fyrir haustið.
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi og fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Svar

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna nýrra stofnlagna vatns- hitaveitu og fjarskipta meðfram Suðurhólum á Selfossi.