Deiliskipulagsbreyting - Byggðarhorn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 93
20. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Oddur Hermannson f.h. landeigenda, leggur fram til kynningar, tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóða í Byggðarhorni, Árborg. Deiliskipulagið var upphaflega staðfest í B-deild Stjórnartíðinda nr. 482, 16. maí 2007 og hafa tvær deiliskipulagsbreytingar verið staðfestar síðan; þann 13.12.2007 og 12.05.2014. Áformuð breyting nú er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúðarbyggðar og landbúnaðar, svokallaðri búgarðabyggð. Breyting þessi stuðlar að áframhaldandi uppbyggingu íbúðarbyggðar í Byggðarhorni, með stórum íbúðarlóðum. Lóðarstærðir samræmast viðmiðum sem fram koma í aðalskipulagi Árborgar. Deiliskipulagsbreytingin nær til sjö lóða, nr. 5, 9, 13, 15, 17, 19 og 50. Lóðum 5, 9 og 13 er skipt upp í 3 lóðir og lóðum 15, 17 ,19 og 50 er skipt upp í 2 lóðir. Heimilt er að byggja eitt íbúðarhus á hverri lóð eftir breytingu. Fyrir breytingu var fjöldi íbúðarhúsa á þessum lóðum samtals 14 talsins en verður eftir breytingu 17 talsins og fjölgar því um 3 hús. Á öðrum lóðum haldast ákvæði óbreytt um fjölda íbúðarhúsa á hverri lóð.
Svar

Skipulags og byggingarnefnd telur sig geta samþykkt breytinguna sem verulega breytingu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna til auglýsingar og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og skuli því auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.