Verkefnið Barnvænt sveitarfélag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 147
28. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 32. fundi félagsmálanefndar frá 19. apríl sl., liður 5. Verkefnið Barnvænt sveitarfélag
Félagsmálanefnd tók vel í erindið frá formanni félagsmálanefndar og taldi mikilvægt að sveitarfélagið Árborg skoði verkefnið frekar með innleiðingu þess að markmiði, félagsmálanefnd vísaði erindinu áfram til umfjöllunar og skoðunar hjá bæjarráði.
Svar

Bæjarráð vekur athygli á þeim miklu áherslum sem lagðar hafa verið á velferð barna hjá Sveitarfélaginu Árborg. Er nú svo komið að önnur sveitarfélög horfa til þess sem er að gerast hjá Fjölskyldusviði Árborgar þegar kemur að innleiðingu farsældarlaganna. Þetta undirstrikar þá áherslu sem bæjarstjórn hefur lagt á að Árborg sé barnvænt samfélag. Sáttmálinn um barnvænt samfélag kallar hinsvegar á mikla vinnu við gæðavottun og að minnsta kosti heilt stöðugildi á meðan á innleiðingunni stendur. Bæjarráð vísar erindinu til frekari skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.