Endurskipulagning sýslumannsembætta - markmið og áform
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 6
11. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Drög að frumvarpi til laga frá dómsmálaráðuneytinu, um sýslumenn eru komin til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnafrestur er til 15. ágúst nk.
Svar

Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar mál nr. 122/2022, drög að frumvarpi til laga um sýslumann. Með frumvarpinu er sú grundvallarbreyting á skipulagi sýslusmannsembætta lögð fram að þeim verði fækkað úr níu í eitt. Bæjarráð hefur fjallað um málið og vill ítreka mikilvægi þess að halda störfum og verkefnum á Suðurlandi. Þrátt fyrir að bæjarráð fagni ákveðnum markmiðum sem frumvarpinu er áætlað að ná fram t.a.m. aukinni stafrænni þjónustu og fjölgun verkefna sem unnin verði um allt land til að styðja við byggðarþróun og valfrelsi í búsetu vegna starfa hjá ríkinu, vill bæjarráð benda á að ákveðin hætta sé fyrir hendi, í ljósi sögunnar, að umfang starfstöðva á landsbyggðinni minnki með tímanum með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Þá verður ekki séð með afdráttarlausum hætti hvernig því markmiði að styðja við byggðarþróun verður náð fram með frumvarpinu. Bæjarráð ítrekar að mikilvægt er að stand vörð um þessa þjónustu í Sveitarfélaginu Árborg sem og á landsbyggðinni allri, tryggja þarf jafnt aðgengi að allri þjónustu sem veitt er af sýslumannsembættum um allt land. Að lokum bendir bæjarráð á að Sveitafélagið Árborg er ákjósanleg staðsetning fyrir aðsetur sýslumanns utan höfuðborgarsvæðisins.