Landamerki
Kaldaðarnes
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 48
11. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Beiðni eiganda Kaldaðarness, dags. 28. febrúar 2022, um breytingu á skráningu landamerkja milli Kaldaðarness og Flóagaflstorfunnar við endurskoðun aðalskipulags Árborgar.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki yfirlýsingu um landamerki Flóagaflstorfunnar og Kaldaðarness í samræmi við þær lýsingar sem fram koma í landamerkjabréfum jarðanna:
Landamerkjabréf Kaldaðarness nr. 127, dags. 26. maí 1886: ,, ... en frá Markhólnum ræður bein stefna Vestur í ,,Kálfhagaútgarð", frá honum aptur sjónhending útyfir ?Kálfhagaopnu? þar sem skurðurinn skerst úr henni og allt vestur í miðja Ölvesá; þar sem téð sjónhending fellur yfir eyjuna er nú hlaðin ,,Markavarða". Frá ofangreindri Hábeinsstaðaborg ræður að Ölvesá sjónhending í bæinn Gljúfur í Ölveshreppi; síðan ræður Ölvesá allt fram að Flóagaflsmörkum. Í Ölvesá liggja nokkrir hólmar og eyjar sem tilheyra Kaldaðarnesi, skv. framanrituðum landamerkjum. ..."
Landamerkjabréf Flóagaflstorfunnar, dags. 3. júní 1886: ,, ... Úr Markhólnum ræður sjónhending út í ,,Kálfhagaútgarð" og er þá stefnan frá téðum Markhól í Norðanverðan Meitil. Frá Kálfhaga-Útgarði ræður sjónhending yfir ,,Kálfhagaopnu" þar sem skurðurinn skerst úr henni og ræður sama stefna fram í miðja Ölvesá. Frá greindri stefnu ræður Ölvesá fram að ,,Vörðu" sem stendur við ána, þar sem Hallskostsengjar (í Flóagaflstorfunnar landi) mæta Einarshafnar-ítakinu(í Óserjarneslandi)."
Forseti lagði til að málinu verði frestað á 47. fundi bæjarstjórnar og var sú tillaga borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Hlé gert á fundinum kl. 17.07 vegna tæknilegra örðugleika. Fundi framhaldið kl. 17.09

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

801 Selfoss
Landnúmer: 166189 → skrá.is
Hnitnúmer: 10054555