Fyrirspurn um fjölgun fasteigna
Fagurgerði 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 94
4. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 9.3.2022: Jón Hrafn Hlöðversson hjá mansard teiknistofu ehf, leggur fram fyrirspurn , um hvort leyfi fáist til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús á lóðinni Fagurgerði 5 á Selfossi, og er óskað eftir að nýtt hús/ný lóð fái heitið Fagurgerði 7, með aðkomu frá Grænuvöllum. Lóðin Fagurgerði 5 er skráð 1128m2 og heimilt að byggja allt að 500m2 á lóðinni og er nýtingarhlutfall tilgreind 0,45 samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 30.4.2020. Núverandi hús á lóðinni er tveggja hæða íbúðarhús auk bílskúrs og er fermetrafjöldi þessa samtals um 270m2. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall eftir skipulagsbreytingu á lóðinni Fagurgerði 5 verði allt 0,483 og á lóðinni Fagurgerði 7, um 4,14
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að lóðinni Fagurgerði 5 verði skipt upp í tvær lóðir. Nefndin telur eðlilegt að tillagan verði grenndarkynnt fyrir íbúum á Grænuvöllum 1 og 2, auk Fagurgerðis 8,9 og 10 í samræmi við 44.gr. skipulagslaga, áður en tillaga að deiliskipulagsbreytingu er lögð fram.

800 Selfoss
Landnúmer: 162103 → skrá.is
Hnitnúmer: 10059294