Fyrirspurn um fjölgun fasteigna
Fagurgerði 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 2
29. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Jón Hrafn Hlöðversson hjá mansard teiknistofu ehf, leggur fram fyrirspurn , um hvort leyfi fáist til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús á lóðinni Fagurgerði 5 á Selfossi, og er óskað eftir að nýtt hús/ný lóð fái heitið Fagurgerði 7, með aðkomu frá Grænuvöllum. Lóðin Fagurgerði 5 er skráð 1128m2 og heimilt að byggja allt að 500m2 á lóðinni og er nýtingarhlutfall tilgreind 0,45 samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 30.4.2020. Núverandi hús á lóðinni er tveggja hæða íbúðarhús auk bílskúrs og er fermetrafjöldi þessa samtals um 270m2. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall eftir skipulagsbreytingu á lóðinni Fagurgerði 5 verði allt 0,483 og á lóðinni Fagurgerði 7, um 4,14 Skipulags- og byggingarnefnd hafði samþykkt að Lóðinni Fagurgerði 5 verði skipt upp í tvær lóðir og ný lóð fengi heitið Fagurgerði 7, með aðkomu frá Grænuvöllum. Tillaga þess efnis hefur verið grenndarkynnt fyrir eigendum húsa við Grænuvelli 1 og 2, auk Fagurgerðis 8, 9 og 10, áður en tillaga að deiliskipulagi yrði lögð fram. Grenndarkynnt var frá 4. maí 2022, með athugasemdafresti til 1. júní 2022. Komið hafa fram athugasemdir frá eigendum Fagurgerðis 8, 9, 10, og Grænuvöllum 2.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar að byggt verði tvíbýlishús á fyrirhugaðri lóð.
Skipulags- og byggingernefnd tekur undir athugasemdir þeirra aðila sem gerðu athugasemdir varðandi byggingarmagn og yfirbragð á húsi. Nefndin leggur til að að hönnuður/fyrirspyrjandi kanni möguleika á að dregið verði úr umfangi tillögunnar, byggingarmagni og að byggingarlínum við Grænuvelli og Fagurgerði verði haldið til að halda í ásýnd götumyndar.

800 Selfoss
Landnúmer: 162103 → skrá.is
Hnitnúmer: 10059294