Covid19 - lánsumsókn og skuldaskil - handknattleiksdeild UMFS
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 45
16. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Markmið samkomulagsins er að áfram verði haldið uppi því metnaðarfulla starfi í handbolta sem vakið hefur mikla athygli á landsvísu, m.a. með frábærum árangri og mikilvægu hlutverki Selfyssinga í landsliðum. Handboltadeild UMF Selfoss er íbúum sveitarfélagsins sameiningartákn og færir þeim fyrirmyndir sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og sterkri sjálfsmynd. Áskoranir handboltadeildar UMF Selfoss hafa verið miklar í heimsfaraldri Covid-19. Erfiðar aðstæður leiddu til 16 milljóna króna taps deildarinnar árið 2021 og fyrirséð er tap fyrrihluta árs 2022 upp á 5 milljónir króna.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls.
Samkomulag vegna fjárhags handboltadeildar UMF Selfoss er borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.