Húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 141
10. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Verkefnistillaga RR Ráðgjöf. \Markmið samráðs \Markmiðið með samráðinu er að gefa íbúum, notendum þjónustunnar og starfsmönnum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum um málefni skólans á framfæri og leita eftir hugmyndum þeirra að lausn þess vanda sem uppi er. Lagt er til að samráðið verði í þremur liðum, þ.e. opið samráð við íbúa, samráð við nemendur og forráðamenn og samráð við starfsfólk. Efnið frá samráðsfundum nýtist stjórnendum og bæjarstjórn við mótun stefnu í húsnæðismálum skólans og ákvörðunartöku um aðgerðir. \Skipulag verkefnisins \Verkefnishópur \Skipaður er verkefnishópur verkkaupa til að vinna að nánari mótun samráðsfunda og undirbúningi með ráðgjöfum. Stjórnun verkefnisins er í höndum ráðgjafa. \Undirbúningsfundir verkefnishóps \Haldnir eru undirbúningsfundir með verkefnishópi þar sem samráðsfundir eru skipulagðir. Verkefnishópurinn tekur ákvarðanir um tímasetningu funda, kynningu í upphafi funda, orðalag spurninga o.þ.h. \Samráðsfundir \Gert er ráð fyrir þremur samráðsfundum, þ.e. opnum íbúafundi þann 8. mars 2022, samráðsfundi með nemendum og forráðamönnum og samráðsfundi með starfsmönnum. Í upphafi fundar verður staða mála kynnt og farið yfir þær tímabundnu lausnir sem unnið er að. Þá verður farið yfir ástand húsnæðis skólans á grundvelli úttektar. Að kynningu lokinni eru umræður í hópum þar sem framtíðarlausnir eru ræddar. Gert er ráð fyrir að hver fundur taki 2,5 klst. Á fundunum skrifa ritarar niður þau sjónarmið og tillögur sem fram koma í umræðunum. Að auki verður þátttakendum boðið að senda inn ábendingar, athugasemdir og tillögur með rafrænum hætti. Að fundi loknum þarf að vinna úr þeim upplýsingum sem koma fram. \Lagt er til að verkefnishópinn, af hálfu Svf. Árborgar, skipi bæjarstjóri og bæjarfulltrúarnir Arna Ír Gunnarsdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson og Brynhildur Jónsdóttir.
Svar

Bæjarráð samþykkir tilhögun verkefnis. Verkefnishópinn skipi bæjarstjóri og bæjarfulltrúarnir Arna Ír Gunnarsdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson og Brynhildur Jónsdóttir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna fjárheimildir fyrir verkefninu.