Umsókn um stækkun á lóð
Álftarimi 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 89
9. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Haukur Harðarson íbúi við Álftarima 4, á Selfossi, lagði fram í tölvupósti dags. 1.2.2022, með skýringarmyndum, ósk um að fá leyfi til að stækka lóðina til suðurs um ca 6-7 metra. Skipulags- og byggingarnefnd bókaði á fundi sínum 9.2.2022 að leita skyldi eftir áliti mannvirkja- og umhverfissviðs á umsókn um stækkun lóðar. Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar. Þar kemur fram, að ekki sé lagst gegn stækkun lóðar til suðurs en þá aðeins sem nemi helmings græns svæðis sem þar er fyrir. Stækkun verði þá um 5 metra frá núverandi lóðarmörkum.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs um stækkun til suðurs um 5m. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteigna Álftarima 6, 8, 10, 12 og 14.

800 Selfoss
Landnúmer: 161801 → skrá.is
Hnitnúmer: 10057805