Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 89
9. mars, 2022
Annað
‹ 8
9
Svar

9.1. 2202203 - Hléskógar - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Hilmars Þ. Sturlusonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 280,5m2 og 1073,0m3 Niðurstaða 86. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 2 og áformin samræmast deiliskipulagi.
Gögn liggja fyrir skv. 2. og 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd. Niðurstaða þessa fundar 9.2. 2202241 - Austurvegur 51 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Jón Þór Þorvaldsson hönnunarstjóri fyrir hönd Sigurðar Þórs Sigurðssonar sækir um leyfi til að setja upp 10 m2 sólskála/svalalokun við íbúð 0401. Niðurstaða 86. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og samræmist deiliskipulagi.
Fyrir liggur samþykki stjórnar húsfélags, uppdrættir og skráningartafla.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um samþykkt aðalfundar húsfélags.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar 9.3. 2202263 - Norðurbraut 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Stefán Þ. Ingólfsson fyrir hönd Óskars Inga Gíslasonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 191,9m2 og 766,9m3 Niðurstaða 86. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 2 og áformin samræmast deiliskipulagi.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd. Niðurstaða þessa fundar 9.4. 2202204 - Sigtún 5 (Tryggvagata 10-12) - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Ásgeir Ásgeirsson hönnunarstjóri fyrir hönd JÁVERK ehf sækir um leyfi til að byggja 78 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 9.988,8m2 og 31.672,9m3 Niðurstaða 86. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Málið var áður á fundi 85.
Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 2 og áformin samræmast deiliskipulagi.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir,leiðréttir og undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar 9.5. 2202313 - Breiðamýri 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri fyrir hönd G.G. Tré ehf, sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði. Helstu stærðir eru; 1.918,4m2 og 9.098,6m3 Niðurstaða 86. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 1.
Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar 9.6. 2202220 - Sólvellir 6 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfisumóknar - Leikskólinn Álfheimar Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir leikskólann Álfheima. Niðurstaða 86. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við deiliskipulag og samþykkta notkun húsnæðisins.
Bygginagrfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar 9.7. 2202307 - Hásteinsvegur 2 - Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir sjálfsafgreiðslustöð Orkunnar IS ehf að Hásteinsvegi 2, Stokkseyri. Niðurstaða 86. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Notkun er í samræmi við deiliskipulag.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis. Niðurstaða þessa fundar 9.8. 2202221 - Brúarstræti 2 Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Flatey Pizza Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Flatey Pizza Brúarstræti 2. Niðurstaða 86. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum hvort að umrædd starfsemi sé í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafi hlotið samþykki byggingarnefndar fyrir starfseminni.

Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar