Innleiðingu breytinga á innheimtu fyrir úrgangsmeðhöndlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 140
3. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Þann 1. janúar 2023 koma til framkvæmda stór hluti ákvæða í lögum nr. 103/2021 um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi). Lögin hafa mikla þýðingu fyrir sveitarfélögin í landinu þar sem það er þeirra skylda að heimilisúrgangi sé safnað og þurfa þau að innheimta íbúa fyrir þessa þjónustu, skv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Í lögunum kemur m.a. fram að innheimta skal sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs og að fast gjald skuli vera takmarkað nýtt. Þessar breytingar þýða að flest sveitarfélög þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi svo hægt að sé að innheimta á réttan hátt. Þetta eru stórar breytingar þar sem flest innheimtukerfi þurfa að taka skref úr því að vera hefðbundið kerfi sem nýtir fast gjald, í það að vera innheimtukerfi sem er í eðli sínu sniðið betur því magni og tegund úrgangs sem hver og einn íbúi sveitarfélagsins lætur frá sér.
Svar

Lagt fram til kynningar.