Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir tímabundinn rekstur grunnskóla að Búðarstíg 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 84
2. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu tímabundins starfsleyfis á rekstri grunnskóla að Búðarstíg 4, Eyrarbakka.
Svar

Húsnæðið er skráð sem veitingahús á byggingarstigi 7 fullgert hús.
Byggingarfulltrúi gaf jákvæða umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis 1. september 2020.
Eldvarnareftirlit BÁ hefur samþykkt húsnæðið fyrir 230 manns m.v. veitingarrekstur.

Það er mat byggingarfulltrúa að umbeðin starfsemi, tímabundinn rekstur grunnskóla get fallið undir samþykkta notkun hússins.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu tímabundins starfsleyfis.