Framkvæmdaleyfisumsókn - Breytt akstursleið Austurvegur 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 139
17. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 87. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. febrúar, liður 2. Framkvæmdaleyfisumsókn - Breytt akstursleið Austurvegur 4 Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar lagði fram tillögu og ósk um breytingu á legu aksturstefnu sunnan við húsið Austurvegur 4. Einnig var óskað eftir leyfi til að gera 14 ný bílastæði framan við húsið(sunnanmegin). Samfara framkvæmdinni þarf að færa til núverandi ljósastaura til suðurs auk niðurfalla. Þá þarf að færa til núverandi steyptar eyjur á svæðinu.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Því lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt í samræmi við reglugerð 772/2012.
Svar

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna nýrra bílastæða við Austurveg 4 og breytingu á legu aksturleiðar.