Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 44
16. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af 86. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 26. janúar sl. liður 7. Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 12.1.2022. Kjartan Sigurbjartsson f.h. lóðareigenda lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Engjaland 2 og 4, Selfossi. Breytingin fól í sér hækkun húsa um eina hæð þannig að heimilt yrði að byggja 4 hæða hús í stað 3 hæða á lóðunum. Einnig var óskað eftir fjölgun íbúða á hvorri lóð um 2 íbúðir. Megin ástæða hækkunar var að gert var ráð fyrir að koma fyrir bílageymslu á hluta af 1. hæð húsanna. Lagður var fram skýringaruppdráttur sem sýndi árhrif skuggavarps á nærliggjandi hús og lóðir.
Brugðist hafði verið við athugasemdum skipulags- og byggingarnefndar með því að vinna skuggavarpsgreiningu og skýra skilmála greinargerðar.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.