Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 47
27. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. apríl sl. liður 1. Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu að Engjalandi 2 og 4 Selfossi. Breytingin fól í sér hækkun húsa um eina hæð þannig að heimilt yrði að byggja 4. hæða hús í stað 3. hæða á lóðunum. Einnig var óskað eftir fjölgun íbúða á hvorri lóð um 2 íbúðir. Megin ástæða hækkunar var að gert yrði ráð fyrir að koma fyrir bílageymslum á hluta af 1. hæð húsanna. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 23. febrúar 2022, til og með 13. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
Nú var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi eftir að auglýsingatíma lauk. Í breytingu eftir auglýsingu fólst að gert var ráð fyrir bílakjallara undir húsin.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti óverulega breytingu eftir að auglýsingartíma lauk, og taldi nefndin breytinguna til verulegra bóta. Nefndin taldi ekki nauðsynlegt að auglýsa tillöguna að nýju þar sem um óverulega breytingu var að ræða.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti breytinguna og var skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010, að lokinni staðfestingu bæjarstjórnar Árborgar.
Lagt var til við bæjarstjórn að staðfesta deiliskipulagsbreytingu - Engjaland 2-4.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.