Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 42
15. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga aðalfundar Bergrisans bs. um þátttöku Sveitarfélagsins Árborgar í húsnæðissjálfseignarstofnun sem hefði það markmið að stuðla að uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk á Suðurlandi. Fyrsta verkefni þessarar stofnunar yrði bygging búsetukjarna að Nauthaga á Selfossi. Framlag Árborgar vegna stofnunar félagsins er áætlað kr. 423.947 og ætti stofnunin eftir það að vera sjálfbær í rekstri sínum.
Aðalfundur Bergrisans óskaði eftir því að sveitarstjórnir tækju afstöðu til aðildar á fyrsta fundi eftir aðalfundinn.
Svar

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tekur til máls.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja þátttöku Sveitarfélagsins Árborgar í húsnæðissjálfseignarstofnun sem hefur það markmið að stuðla að uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk á Suðurlandi.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.