Umsókn um hækkun á nýtingarhlutfalli - Víkurheiði 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 86
26. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 15.12.2021. Vegna óska Gunnars Inga Jónssonar og Geirs Gíslasonar f.h. Föxur ehf, lóðarhafa Víkurheiðar 14, leggja fram ósk í tölvupósti, dags. 8.12.2021, um hvort leyfi fáist til að hækka nýtingarhlutfall lóðar úr 0,25 í 0,28, þannig að núverandi byggingarmagn fara úr 659,5m2, í 738,0m2. (Gert yrði ráð fyrir húsi í byggingarreit sem yrði 16x45m). Skipulagsfulltrúi hefur yfirfarið málið, og liggur nú fyrir tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem nýtingarhlutfall er hækkað úr 0,25 í 0,28 á lóðunum Víkurheiði 10,12,14 og 16.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að lóðarhafar lóðanna nr. 10, 12, 14 og 16 við Víkurheiði verði boðið að hækka nýtingarhlutfall sitt á lóðunum úr 0,25 í 0,3. Óski lóðarhafa eftir breytingu á nýtingarhlutfalli, verði gerð óveruleg breyting á deiliskipulagi.