Deiliskipulag
Breiðumýrarholt
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 45
16. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 88. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. febrúar sl. liður 4. - Deiliskipulag - Breiðumýrarholt
Hildur Bjarnadóttir f.h. landeigenda, lagði fram tillögu að deiliskipulagi sem tekur til tveggja 6.4ha landspildna í landi Breiðumýrarholts, L194764 og L194765. Deiliskipulagstillagan gerði ráð fyrir að á hvorri spildu yrði byggingarmagn fyrir frístundahús allt að 250m2, bílskúr allt að 70m2, hesthús allt að 500m2 og skemmu allt að 3000m2. Svæði var í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, skilgreint sem landbúnaðarland, og voru spildurnar skráðar í fasteignaskrá Þjóðskrár sem sumarbústaðarland. Aðkoma að svæðinu var af Holtsvegi og norður Mýrarveg.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Landnúmer: 165534 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095053