Deiliskipulagsbreyting óveruleg - Austurbyggð II
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Bæjarstjórn nr. 42
15. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 82. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. desember sl. liður 5. Deiliskipulagsbreyting óveruleg - Austurbyggð II Anne Brun Hansen frá Eflu, lagði fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Austurbyggðar II. Deiliskipulagsbreytingin fól í sér að afmörkuð er 43m2 lóð fyrir spennistöð, á opnu svæði austan við enda götunnar Gljúfurland. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leiti og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. 4 skipulagslaga, sem óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi. Þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sjálfs, lagði skipulagsnefnd til að fallið yrði frá grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa var falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B - deild Stjórnartíðinda.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.