Greining - þjónustuveiting og tilkostnaður í móttöku og aðlögun barna flóttafólks í skóla og frístundastarfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 141
10. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Í febrúar 2021 undirritaði Sveitarfélagið Árborg, ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum, þjónustusamning við félags- og barnamálaráðuneytið um móttöku, aðstoð og þjónustu við hóp flóttafólks. Í þeim samningi er sérstaklega fjallað um hlutverk velferðarþjónustu og kostnað sem þjónustunni fylgir fyrir sveitarfélögin. Í þeim samningum var hinsvegar ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni vegna menntunar- og frístundastarfs líkt og gert var í fyrri samningum um móttöku kvótaflóttafólks. Sveitarfélögin kalla nú eftir því að nýir samningar við sveitarfélögin um samræmda móttöku innihaldi sérstakar greiðslur vegna skólaþjónustu, frístunda-, félags- og tómstundarþáttöku barna með flóttabakgrunn svo að sveitarfélögunum sé gert kleift að stuðla að farsælum uppvexti þeirra og jafnframt farsælli aðlögun og inngildingu barnanna að íslensku menntakerfi og samfélagi.
Svar

Bæjarráð Árborgar óskar eftir því við Alþingi og ríkisstjórn að nýir samningar við sveitarfélögin um samræmda móttöku innihaldi sérstakar greiðslur vegna skólaþjónustu, frístunda-, félags- og tómstundarþáttöku barna með flóttabakgrunn svo að sveitarfélögunum sé gert kleift að stuðla að farsælum uppvexti þeirra og jafnframt farsælli aðlögun og inngildingu barnanna að íslensku menntakerfi og samfélagi.