Deiliskipulagsbreyting
Hellismýri 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 43
19. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 83. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember sl. liður 7. Deiliskipulagsbreyting - Hellismýri 4 og Breiðamýri 3 Lögð var fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi við Hellismýri á Selfossi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti þann 17.11.2021 tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og var tillagan grenndarkynnt hagsmunaaðilum/lóðarhöfum í grennd við áhrifasvæði breytingar, með athugasemdafresti til 15.12.2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt tillaga yrði send Skipulagsstofnun og auglýsing um samþykkt hennar yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Svar

Gunnar Egilsson, D-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

800 Selfoss
Landnúmer: 196525 → skrá.is
Hnitnúmer: 10125551