Hesthúsasvæði á Selfossi - Deiliskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 86
26. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarnefnd ásamt bæjarstjórn Árborgar hafa samþykkt að hefja vinnu við breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðis hestamanna á Selfossi. Markmið breytingar er að stækka núverandi svæði, til að koma fyrir fleira heshúsum og evt. öðrum byggingum tengdri starfseminni. Svæðið í heild er um 33 ha að stærð, og tekur til vallarsvæðis/keppnissvæðis, reiðhallar og heshúsahverfis. Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulagsfulltrúa að óska eftir kostnaðarmati/tilboð í gerð deiliskipulags fyrir svæðið í heild, með sérstaka áherslu á aukningu/viðbót á heshúsabyggðina. Sendar voru óskir á 6 aðila með beiðni um kostnaðarmat/tilboð vegna vinnu við deiliskipulagstillögu svæðisins. Aðilar sem fengu beiðni um verðtilboð voru Efla, Landform ehf, Storð teiknistofa, Landmótun, Landslag og Landhönnun. Tilboð bárust frá Eflu, Landform, Landmótun og Landhönnun.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomin tilboð í deiliskipulagsgerð. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga til samninga við Landform við gerð deiliskipulagsins á grundvelli verðkönnunar.
Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við gerð deiliskipulagsins í samvinnu við skipulagshöfunda og skipulagsnefnd Sleipnis.