Tillaga UNGSÁ um fleiri strætóferðir um helgar í Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fleiri strætóferðir verði um helgar, milli Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss.
Nú eru farnar 5 ferðir um helgar og eru þær allt frá klukkutíma fresti yfir í 2. og hálfan tíma bið. Þetta hentar ekki þeim aðilum sem þurfa að mæta á æfingar eða í vinnu um helgar, ekki bara að komast a Selfoss heldur einnig að fara heim. Við leggjum til að bæta við 2 - 3 ferðum í viðbót á dag.
Svar

Elín Karlsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarstjóra .