Tillaga frá UNGSÁ um lýsingu á göngustígum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til þess að bætt verði lýsingu a göngustígum sveitarfélagsins.
Við leggjum til að komið verði fyrir ljósastaurum á göngustíg landa hverfis og tjarnahverfis, einnig á stígum í nágrenni við frjálsíþróttavöll Selfoss. Þetta ljósastauraleysi skapar mikla hættu þar sem þessir göngustígar eru í alfaraleið og margir ungir krakkar nota þessa stíga á leið sinni í skólann. Þetta skapar sérstaklega mikil óþægindi og hættu yfir vetrartímann þar sem dimmt er stóran hluta sólarhringsins.
Svar

Atli Dagur Guðmundsson tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.