Tillaga frá UNGSÁ um betri fræðslu um geðheilbrigðismál og sálfræðiþjónustu í grunnskólum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að ítarlegri og betri fræðsla verði um geðheilbrigði í grunnskólum Árborgar og að bætt verði úr sálfræðiþjónustu.
Okkur í ungmennaráðinu finnst alla umfjöllun varðandi geðheilbrigði vanta innan grunnskóla og að það þurfi að fá aðkeypta fræðslu inn í skólana varðandi þessi málefni. Okkur finnst þetta mikilvægt svo krakkar geti áttað sig betur á andlegri heilsu sinni og að þau skilji hugtök sem eru notuð í þessum geira. Þetta er eitthvað sem ætti ekki að vera feimnismál og þess vegna er mikilvægt að bæta umfjöllun sérstaklega innan skólanna þar sem upplýsingar koma frá fagaðilum en ekki frá ótraustum heimildum t.d. á netinu. Okkur langar einnig að brýna það að sálfræðiþjónusta í skólum ætti að vera sýnilegri, það er okkar reynsla að erfitt sé að afla sér upplýsinga um þessa þjónustu og að krakkar viti ekki hvert þeir eigi að leita.
Svar

Ásrún Aldís Hreinsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.