Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 82
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Svanhildur Gunnlaugsdóttir, landslagsarkitekt hjá Landform, leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir skipulagssvæði sem afmarkast af götunum Austurvegur, Rauðholt, Vallholt og Reynivellir. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu og er markmið deiliskipulags að skilgreina afmörkun lóða og nýtingu þeirra, og með sérstaka áherslu á lóðirnar Austurvegur 42 og Vallholt 15. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.e.blanda af íbúðabyggð og verslunar- og þjónustulóðum, og er nýtingarhlutfall lóða skilgreint allt að 1.0 - 2.0 .
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að gerð tillögunnar.