Deiliskipulag fyrir svínabú
Víkurbraut 23
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 81
17. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 15.9.2021 skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á jörðinni Hólar L165547, í Árborg. Lýsingin tók til um 5 ha svæðis, norðan Gaulverjabæjarvegar, í landi Hóla, þar sem fyrirhugað var að gera deiliskipulag fyrir svínaeldi. Gert var ráð fyrir um 600 gyltum og möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Skipulagslýsing var auglýst/kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu í samræmi við 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 5.2.4. gr, skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, og einnig send á umsagnaraðila. Beiðni um umsagnir var send á Skipulagsstofnun, Flóahrepp, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Vegagerðina, Framkvæmdasvið Árborgar, Selfossveitur og Umhverfisstofnun. Eftir að skipulagslýsing var kynnt bárust fjöldi andmæla og athugasemda bæði frá umsagnaraðilum , félagasamtökum og einnig frá einstaklingum. Helstu athugasemdir og ábendingar varða lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns, nálægð við frístundabyggð, fornminjar ofl.
Svar

Í ljósi fjölda athugasemda og þess rökstuðning sem þar kemur fram, leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að fallið verði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabúi að Hólum. Nefndin leggur einnig til að fallið verði frá þeim hugmyndum að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað í endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Nefndin telur að fyrirhuguð uppbygging svínaeldis muni hafa neikvæð áhrif á notkunarmöguleika svæðisins í heild.
Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu niðurstöðu skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða.