Vatnsöflun frá Kaldárhöfða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 44
16. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 58. fundi eigna- og veitunefndar frá 9. febrúar sl. liður 2. Vatnsöflun frá Kaldárhöfða
Minnisblað Eflu verkfræðistofu Kaldárhöfði - Árborg - Vatnsveita lagt fram til kynningar. Árborg, Grímsnes- og Grafningshreppur og Flóahreppur skoða nú fýsileika þess að hefja vinnslu á köldu neysluvatni við Kaldárhöfða við Efra-Sog. Allmiklar lindir eru staðsettar í landi Kaldárhöfða og er rennsli þeirra mikið, allt að 1- 4 m3/s. Um er að ræða mögulega framtíðarlausn á kaldavatnsöflun fyrir Sveitarfélagið Árborg og nágrannasveitarfélög.
Nefndin lagði til við bæjarstjórn að stofnaður yrði starfshópur til að leiða verkefnið og viðræður við framangreinda hagsmunaaðila verkefnisins.
Svar

Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum að starfshópurinn verði stofnaður til að leiða verkefnið og viðræður við framangreinda hagsmunaaðila verkefnisins og að fulltrúar í honum verði Gunnar Egilsson, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista.