Lækkun á hámarkshraða við Eyrarbakkaveg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 122
26. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Mikil hætta stafar af krossgötunum á mótum Eyrarbakkavegar, Álfsstéttar og aðkomuvegar upp í hesthúsabyggð á Eyrarbakka. Bæjarstjóri og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs funduðu með Vegagerðinni um málið í liðinni viku.
Svar

Bæjarráð samþykkir að vegtenging inn á hesthúsasvæðið við Eyrarbakka verði færð til austurs í samræmi við gildandi skipulagi þannig að ekki verði um krossgötur að ræða, enda ekki gert ráð fyrir núverandi krossgötum á gildandi skipulagi. Verkið verði unnið í samráði við Vegagerðina.
Leggur bæjarráð til við eigna- og veitunefnd að gert verði ráð fyrir fé til framkvæmdanna á fjárhagsáætlun næsta árs.