Kosning í bæjarráð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 mánuðum síðan.
Bæjarráð nr. 122
26. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á fundi bæjarráðs þann 8. júlí síðastliðinni kom upp ágreiningur um það hvort kalla mætti inn varamenn í bæjarráð af framboðslista þeirra framboða sem eiga aðalfulltrúa í bæjarráði. Málið bar svo aftur á góma á fundi bæjarstjórnar þann 18. ágúst síðastliðinn og var enn uppi ágreiningur. Miklu varðar að fá skorið úr ágreiningnum og því leitaði bæjarstjóri álits lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjóns Bragasonar. Svar Guðjóns er lagt fyrir bæjarráð.
Svar

Bæjarráð þakkar framlagt álit Guðjóns Bragasonar og leggur til við bæjarstjórn að kosning í bæjarráð verði endurtekin á næsta fundi bæjarstjórnar.