Bæjarráð - 121
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 38
18. ágúst, 2021
Annað
‹ 10
11
Fyrirspurn
121. fundur haldinn 12. ágúst.
Svar

Gunnar Egilsson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 6 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóla og leggur fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála vegna framkvæmda við bráðabirgðakennslustofur og telur að þessi tímarammi standist ekki. Nauðsynlegt er að unnin verði raunhæf áætlun um hvernig á að haga skólastarfi í upphafi skólaárs fyrir þau börn sem áttu að vera í umræddum stofum. Undirritaður hefur allt frá upphafi kjörtímabilsins margsinnis bent á að ófermdarástand myndi skapast, en ekki fengið önnur viðbrögð frá meirihluta bæjarstjórnar en útúrsnúninga og hroka.
Bæjarfulltrúi D-listans, Gunnar Egilsson

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Ari B. Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls undir lið nr. 6- Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóla.

Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls undir lið nr. 7- Makaskiptasamningur-afsal lóða við Tjarnarlæk fyrir spilldu úr landi Dísarstaða.