Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 78
6. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Húsasmiðjan ehf. óskar eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir Larsenstræti. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðir nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verði sameinaðar í eina lóð. Aðkoma að lóðunum verði sem fyrr frá Larsenstræti en einnig verði gert ráð fyrir aðgangsstýrðri aðkomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi. Sú tenging er einungis hugsuð fyrir þungaflutninga og stórar flutningabifreiðar og ekki æltuð almennri umferð. Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. ágúst, þar sem afgreiðslu var frestað óskað frekari gagna.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.