Störf án staðsetningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 118
24. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Minnisblað bæjarstjóra um störf án staðsetningar - aðstöðusköpun - skrifstofuhótel.
Svar

Með gríðarlegri fólksfjölgun í sveitarfélaginu undanfarin ár hefur þörfin fyrir skrifstofupláss aukist verulega. Leitað hefur verið til sveitarfélagsins um starfsaðstöðu fyrir starfsmenn ríkis og einkafyrirtækja t.a.m. í tengslum við verkefni samgöngu- og sveitarstjórarráðuneytisins, störf án staðsetningar. Hingað til hefur sveitarfélagið ekki getað orðið við eða bent á slíka aðstöðu. Ljóst er að til að hægt sé að koma til móts við kröfur sveitarfélaga um að opinber störf séu gerð aðgengilegri utan höfuðborgarsvæðisins þarf að vera aðstaða fyrir hendi. Bæjarráð telur mikinn ávinning vera fólgin í því að taka þátt í þessu tilraunaverkefni Sigtún Þróunarfélags til að mæta þessari eftirspurn enda hafa áhrif covid-19 leitt það í ljós að mörg störf þurfa ekki að vera bundin við staðsetningar eða skrifstofur. Er það von bæjarráðs að nýsköpunar- og tilraunaverkefni þetta geri Sveitarfélagið Árborg að betri búsetukosti, auk atvinnutækifæra og nýsköpunar og styðji viðleitni stjórnvalda og atvinnulífs til þessarar uppbyggingar.

Minnisblað bæjarstjóra lagt fram um aðkomu sveitarfélagsins að þessu verkefni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Sigtún þróunarfélag um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.