Fyrirhuguð uppbygging á Litla-Hrauni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 114
20. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að tillögu dómsmálaráðherra hefur ríkisstjórn Íslands samþykkt að stefna að fjármögnun endurnýjunar og uppbyggingar fangelsisins á Litla-Hrauni í fjármálaáætlun 2022-2026. Stefnt er að því að undirbúningur geti hafist nú þegar og að framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2023.
Svar

Bæjarráð Svf Árborgar fagnar áformum dómsmálaráðherra um áframhaldandi uppbyggingu við fangelsið á Litla Hrauni. Lengi hefur verið ljóst að nauðsynlegt væri að ráðast í endurbætur á húsnæði og aðstöðu stofnunarinnar. Litla Hraun er stærsta fangelsi landsins og starfsemi þess er mikilvæg fyrir Svf Árborg.

Aðkallandi er að bæta úr aðbúnaði og vinnuaðstöðu og tryggja betur öryggismál þessarar þýðingamiklu starfsemi og bæta þannig vinnumhverfi starfsfólks stofnunarinnar og aðbúnað fanga.