Deiliskipulagsbreyting
Jórvík 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 42
15. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af 82. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. desember sl. liður 2. Deiliskipulagsbreyting - Jórvík 1 Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 15.9.2021, að auglýsa 2 tillögu að breytingu deiliskipulags íbúðabyggðar í landi Jórvíkur, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið breytingarinnar var að bæta nýtingu byggingarlands og innviða en minnka vægi bílastæða og umferðar á svæðinu. Tillagan gerði ráð fyrir að nýtingarhlutfall einstakra fjölbýlishúsa yrði hækkað og heimilað yrði aukinn fjöldi íbúða á svæðinu. Fjöldi íbúða á svæðinu mun fjölga úr 144 í 228. Tillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. með áberandi hætti í Dagskránni, Fréttablaðinu, Lögbirtingarblaði og á heimasíðu Árborgar þann 22.9.2021, með athugasemdafresti til 3.11.2021. Athugasemdir bárust frá einum aðila, Ragnari Viðarssyni, með tölvupósti, dags 11.10.2021. Helstu athugasemdir Ragnars snéru að markmiðum deiliskipulagsbreytingar m.t.t. fjölda íbúða, göngu- og hjólaleiðum, grenndargámum, staðsetningu húsa á lóðum, hljóðvistarmálum, umferðargreiningu, verslunar-og þjónustu auk umferðarþunga.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkaði Ragnari fyrir hugleiðingar og athugasemdir, og svaraði eftirfarandi: Markmið deiliskipulagsbreytingar: Varðandi tölur um fjölda íbúða þá virðist sem blandað sé saman íbúðafjölda alls svæðisins við íbúðafjölda á svæðunum sem breytingin nær til. Fjöldi íbúða á svæðunum sem breytingin nær til er 144 en verður eftir breytingu 228. Fjöldi íbúða alls svæðisins fyrir breytingu er 296 en verður 368. Þetta kemur nokkuð skýrt fram í skýringatexta á uppdrætti. Vægi bíla í skipulagi er minnkað á þann hátt að bílastæðum er ekki fjölgað jafn mikið og fjölda íbúða. Varðandi göngu- og hjólaleiðir: Ekki er verið að breyta legu göngustíga í breytingartillögunni. Vegna grenndargáma: Ekki er verið að breyta neinu varðandi grenndargáma. Farið var sérstaklega yfir þörf fyrir grenndargáma á svæðinu. Í greinargerð skipulagsins er fjallað um möguleikann á að setja upp fleiri grenndargáma þar sem akvegir þvera græn svæði ef þurfa þykir í framtíðinni. Staðsetning húsa á lóðum: Ekki um að ræða neina breytingu á þætti er varðar staðsetningu húsa á lóðum í breytingatillögu. Vegna Hljóðvistar: Ekki var talin þörf á hljóðvistargreiningu við gerð skipulags Jórvíkur og Björk 2. Það byggir á þeirri reynslu við vinnslu Björkurstykkis, skoðaði EFLA þau mál og töldu einungis þörf á að skoða hljóðvist meðfram Suðurhólum, og tók það skipulag mið af því. Jórvíkursvæðið og Björk 2 liggja ekki meðfram Suðurhólum og því var ekki gerð frekari hljóðvistargreining. Við skipulag Bjarkar 2 var stuðst við fjarlægðarmörk varðandi fjarlægð frá Hólastekk eins og Suðurhóla. Fullyrðingar sem koma fram í athugasemd um þau mál eru því rangar og hafa ekki með breytinguna að gera. Umferðargreining: Rétt er að ekki var gerð sérstök umferðargreining fyrir hverfið, frekar en Björkurstykkið eða önnur skipulögð íbúðahverfi. Hins vegar er í athugasemd dregin röng ályktun að umferð frá hverfinu fari öll á Suðurhóla. Strangt til tekið tengist hverfið ekki við Suðurhóla heldur Hólastekk sem mun taka að einhverju leyti við hlutverki Suðurhóla. Í skipulaginu er einnig gert grein fyrir tenginum við Björk 2 og fleiri tengingum þaðan við Hólastekk. Ályktun sem kemur fram í athugasemd um 1-3 bíla pr. íbúð er kannski vafasöm og hugsanlega ýkt þar sem að einmitt í gegnum skipulag (fjölda bílastæði) er ekki gert ráð fyrir fleiri en 3 einum bíl á hverja íbúð undir 80 m2. Verslun- og þjónusta: Hægt er að taka undir áhyggjur sem koma fram í athugasemd af engri þjónustu í úthverfum bæjarins en bent á að ekki hefur verið ásókn í þá lóð sem hefur verið í boði fyrir þjónustu. Skipulagsnefnd telur að kanna þurfi sérstaklega ábendingar er varða samþjöppun verslunar á Miðbæ og Austurveg, og hvaða lausnir gætu hentað til að stemma stigu við auknu umferðarálagi á hverfi og á miðkjarna Selfoss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leiti og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við og 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fól skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi 42. gr . skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.